591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Eldri fréttir

Árshátíðarferð Félags blikksmiðjueigenda

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda endurkjörin

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem var haldinn 30. apríl síðastliðinn. Í stjórn félagsins eru Stefán Þ. Lúðvíksson, formaður, Hallgrímur Atlason, Sigurrós Erlendsdóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson, Gauti Fannar Gestsson, Sveinn Finnur Helgason, varamaður, og Jóhann Helgason, varamaður.

Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og daginn eftir hélt tæplega 50 manna hópur í árshátíðarferð félagsins til Zagreb. Myndirnar eru frá árshátíðarkvöldi félagsins sem haldið var á 17. hæð með útsýni yfir borgina. 

IMG_8896

IMG_8899

IMG_8900

 

Blikksmiðja Guðmundar fagnar 50 ára afmæli

Blikksmiðja Guðmundar fagnar 50 ára afmæli

Nýverið fagnaði aðildarfyrirtæki Félags blikksmiðjueigendaBlikksmiðja Guðmundar, 50 ára starfsafmæli og bauð af því tilefni til veglegrar veislu í húsnæði sínu á Akranesi. 

Starfsfólk, birgjar, viðskiptavinir og kollegar fylltu húsið og var gleðin allsráðandi meðal gesta. Eigendur Blikksmiðju Guðmundar vilja færa öllum gestum innilegar þakkir fyrir komuna.

DSCF5902Sævar Jónsson, eigandi Blikksmiðju Guðmundar, bauð gesti velkomna. 

L1002408

Myndband til að hvetja ungt fólk í Blikksmíðinám

Myndband sem hvetur ungt fólk til náms í blikksmíði

Félag blikksmiðjueigenda er að birta á samfélagsmiðlum nýtt myndband sem segir frá fjölbreyttu starfi blikksmiða. Tilgangur myndbandsins er að hvetja ungt fólk til að skoða möguleikana með námi í blikksmíði.

Í myndbandinu segir að á Íslandi vanti fleiri blikksmiði. Á vefnum fbe.is er hægt að lesa um hvað blikksmíði er og hverjir meginstarfsþættir blikksmiða eru. Einnig er farið yfir helstu hæfnis- og þekkingarkröfur sem eru gerðar til sveinsprófs í greininni. 

Hér er hægt að nálgast myndbandið: