591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Eldri fréttir

Heimsóknir í Stjörnublikk og Blikksmiðjuna Vík

Heimsóknir í Stjörnublikk og Blikksmiðjuna Vík

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Stjörnublikk sem er aðili að Félagi blikksmiðjueiganda . Stofnandinn og framkvæmdastjórinn Finnbogi Geirsson tók á móti Þorgils og kynnti starfsemina. Stjörnublikk er stærsta blikksmiðja landsins með 100 starfsmenn. Almennt starfa um 70 manns við ýmis konar verkefni út í bæ og um 30 manns á staðnum. Stjörnublikk sérhæfir sig í loftræsikerfum, klæðningu hitaveituröra og uppsetningu á læstum klæðningum. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna blikksmíðavinnu. 

Þorgils heimsótti einnig Blikksmiðjuna Vík sem einnig er aðili að Félagi blikksmiðjueigenda. Þar tóku á móti honum eigendurnir og stofnendurnir Eyjólfur Ingimundarson og Jóhann Helgason. Jóhann kynnti starfsemina og kom meðal annars fram að helstu verkefni blikksmiðjunnar eru mest í utanhússklæðningum og loftræsikerfum en hitaveituskápar hafa einnig verið  vaxtarbroddur hjá þeim undanfarið. Þess má geta að Blikksmiðjan VÍk verður 40 ára á árinu.

Stjornublikk

Þorgils Helgason og Finnbogi Geirsson í Stjörnublikk.

 

Blikksmidjan-Vik

Þorgils Helgason og Jóhann Helgason í Blikksmiðjunni Vík.

Heimsókn í Ísloft

Heimsókn í Ísloft

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Ísloft  sem er meðal aðildarfyrirtækja SI. Ísloft sem er blikk- og stálsmiðja er aðili að  Félagi blikksmiðjueigenda og tók Sigurrós Erlendsdóttir, stjórnarmaður í félaginu, á móti Þorgils. Gunnar Valdimarsson, framleiðslustjóri, og Jón Arnar Haraldsson, verkstjóri, sýndu starfsemina sem er á Bíldshöfða 12-14 en hjá fyrirtækinu starfa 69 manns. 

Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og uppsetningu loftræsikerfa ásamt því að taka að sér ýmis konar fjölbreytt verkefni um allt land. 

Jón Arnar Haraldsson og Þorgils Helgason.

Isloft_2

Isloft_3

 

Heimsókn til Blikklausna

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Blikklausnir sem eru meðal aðildarfyrirtækja SI. Þar tóku á móti honum stofnendur fyrirtækisins Gauti Fannar Gestsson og Sverrir Jóhann Jóhannsson. Blikklausnir var stofnað snemma árs 2017 af þeim Gauta og Sverri en eftir rúmt ár voru starfsmennirinir orðnir sex og verkefnin mjög fjölbreytt. Stefnan var strax sett á að vera sérhæfðir þjónustuaðilar í uppsetningu á áfellum, klæðningum, loftræstingum, rennum og niðurföllum. 

Þorgils fékk skoðunarferð um húsnæðið og vélbúnaðinn hjá þeim Gauta og Sverri.

Blikklausnir2