Fréttir

 

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

 

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt Félag blikksmiðjueigenda 5 milljóna króna styrk til þess að gera þarfagreiningar á námi í blikksmíði og tillögur að breytingum á námskrá greinarinnar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg sem styður við og þróar framfaramál tengd iðnaði. Sjóðnum bárust níu umsóknir að þessu sinni og var þremur veitt styrk. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efli menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrki framþróun í iðnaði og að þau myndu leiða til framleiðniaukningar. Menntamál hafa ávallt verið áherslumá hjá Félagi blikksmiðaeigenda, þannig að hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma. Ljóst er að fjármunum verður vel varið til að bæta nám og efla starfsgreinina í heild.

Frá afhendingu styrkjanna í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins, Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá SI, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

 

 

 

Vel sóttur jólafundur Félags blikksmiðjueigenda. Jólafundur Félags blikksmiðjueigenda, FBE, fór fram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 1. desember en fundurinn var einnig kynningarfundur fyrir blikksmiðjueigendur sem áhuga hafa á starfsemi félagsins.

Fréttir af öðrum vefjum

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Morgunblaðinu í dag um áform í fjármálaáætlun að lækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

Mannvirkjaráð SI efndi til vinnustofu í Húsi atvinnulífsins í gær þar sem unnið var að endurskoðun á stefnu ráðsins. 

Iðnaðarsýningin 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst til 2. september. 

Rætt er við Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI, í Fréttablaðinu um vaxtahækkun Seðlabankans.

Iðnþing 2023 fór fram í Silfurbergi í Hörpu fyrir fullum sal af fólki og í beinni útsendingu.

Hvað er blikksmiður?

Hvað er blikksmiður?

Kynntu þér meginstarfsþætti blikksmiða ásamt helstu hæfnis- og þekkingarkröfum til sveinsprófs.
Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 09 - 17 alla virka daga

Markmið félagsins:

•   Efla samvinnu meðal félagsmanna, m.a. með því að sameina allar blikksmiðjur og blikksmíðadeildir landsins til þátttöku í félaginu.
•   Gæta hagsmuna blikksmíðafyrirtækja gagnvart öllum þeim sem greinin þarf að skipta við og vera sameiginlegur málsvari útávið.
•   Veita aðildarfyrirtækjum sem víðtækasta þjónustu í rekstrarlegum og tæknilegum efnum og stuðla að því að greinin verði samkeppnisfær á hverjum tíma umn verkefni og vinnuafl.
•   Vinna að því að menntun og hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma.

Stofnað 6. júlí 1937

Allt frá stofnfundi Félags blikksmiðjueigenda, þann 6. júlí 1937, hefur félagið unnið hörðum höndum að hagsmunamálum starfsgreinarinnar.

Félagsmenn

Í félaginu eru blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar. 

Nám í blikksmíði

Mikið starf á sviði grunn- og endurmenntunar á síðustu misserum skilar greininni nú góðum árangri með meiri hæfni starfsmanna.