Félag blikksmiðjueigenda tekur þátt í á vettvangi norrænna systursamtaka sinna, Nordisk blikkenslagermesterforbund, samstarfi þar sem megin markmiðið er að minnka brotamálm blikksmiðja á Norðurlöndum þannig að dregið verði úr magni úrgangsefna og gölluðum framleiðsluvörum um 30%. Verkefnið er að hluta til fjármagnað af Nordic Innovation ásamt framlögum frá samtökunum sem tóku þátt í verkefninu og aðildarfélögum þeirra en um er að ræða 12 fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu þar sem leitast hefur verið við að finna bestu aðferðirnar sem leiða til aukinnar sjálfbærni. Fyrir hönd íslenskra blikksmiðja taka Blikksmiðja Guðmundar og ÞH blikk þátt.

Útbúin hefur verið ný handbók þar sem farið er yfir þátttöku blikksmiðja í hringrásarhagkerfi. Þar kemur meðal annars fram að hvað blikksmíði varði snúist þetta að miklu leyti um viðhorfsbreytingu þar sem breyta þurfi þeim hugsunarhætti að umfram málmur sé úrgangur sem þurfi að farga en litið verður heldur á hann sem auðlind.