591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Norrænir blikksmiðjueigendur funda á Íslandi

Norrænn fundur Nordisk blikkenslagermesterforbund var haldinn á Íslandi dagana 31. ágúst til 2. september. Hópurinn samanstendur af systursamtökum Félags blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum.

Þátttakendur á fundinum voru Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda og Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvikjasviði SI frá Íslandi, Nicolai Siegumfeldt og Søren Schmith á vegum Tekniq Arbejdgiverne frá Danmörku, Ane Dyrnes og Jan Henrik Nygård á vegum Ventilasjons- og Blikkenslagerbedriftenes Landsforbund frá Noregi og Johan Lindstrøm og Jörgen Rasmusson á vegum Plåt og Ventföretagen frá Svíþjóð. 

Á fundinum var farið yfir almenna stöðu á mörkuðum, hagsmunamál og verkefni félaganna og undirfélaga ásamt því að lögð voru drög að nýjum sameiginlegum verkefnum. Þá var Jan Henrik Nygård kosinn nýr forseti samtakanna en Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda hefur gegnt því hlutverki undanfarið ár. 

Fundurinn var haldinn á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins.

Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda og Jan Henrik Nygård sem kosinn var nýr forseti samtakanna. 

Kvöldverður norrænu fulltrúanna.

Formaður FBE hlýtur gullmerki

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, FBE, hlaut gullmerki félagsins af hálfu stjórnar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Gullmerkið var afhent á árshátíð félagsins sem haldin var í Tallin í Eistlandi. Árshátíðin var vel sótt af félagsmönnum og mökum. Nokkur fjöldi nýrra félagsmanna var á árshátíðinni.

Mynd6_1683630847522

Stefán Þ. Lúðvíksson, stjórnarmaður FBE, og Sævar Jónsson, formaður FBE.Mynd5_1683630870709Nýir félagsmenn ásamt mökum, ásamt Stefáni Þ. Lúðvíkssyni, stjórnarmanni FBE, talið frá vinstri, Ágúst Friðriksson úr Blikkval, Sverrir Jóhann Jóhannsson úr Blikklausnum, Jóna Dís Jóhannsdóttir, Sverrir Fannar Gestsson úr Blikklausnum, Júlíana Rose Júlíusdóttir, Sveinn Finnur Helgason úr Blikksmiðju Ágústs Guðjónssonar og Guðrún Kristín Ragnarsdóttir.

Mynd1_1683630962318

Mynd2_1683630966157

Mynd3_1683630969593

Mynd4_1683630973191

Ný stjórn Félags blikksmiðjueigenda

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags blikksmiðjueigenda sem fór fram í Húsi atvinnulífsins 27. apríl síðastliðinn. Í nýrri stjórn eru Sævar Jónsson formaður, Ágúst Páll Sumarliðason, Hallgrímur Atlason, Stefán Þ. Lúðvíksson, Sigurrós Erlendsdóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson og Jóhann Helgason. 

Að aðalfundarstörfum loknum var nýjum félagsmönnum gefið barmmerki og Sævar Kristjánsson fráfarandi stjórnarmanni var veitt gullmerki félagsins og blóm fyrir vel unnin störf í þágu þess. 

Mynd2_1683105893929

Aðalfundur Félags blikksmiðjueigenda var vel sóttur.

Mynd3_1683105910248

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, afhendir Sverri Jóhanni Jóhannssyni barmmerki.

Mynd4_1683105927796

Gauti Fannar Gestsson fær barmmerki.

Mynd5_1683105947237

Ágúst Friðriksson fær barmmerki.

Mynd6_1683105981421

Sævari Kristjánssyni fráfarandi stjórnarmanni voru þökkuð störf í þágu félagsins.