591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Sveinspróf blikksmíða nema í Borgarholtsskóla

  

Þessa dagana standa yfir sveinspróf hjá blikksmíða nemum í Borgarholtsskóla. Að þessu sinni eru það sex nemar sem þreyja próf, fjórir nemar af höfuðborgarsvæðinu, einn frá Ísafirði og einn frá Akureyri.

Það er alltaf mikið ánægjuefni fyrir okkur þegar nýir blikksmiðir útskrifast.

Megi þessum nemum ganga vel og vonandi eiga þeir bjarta framtíð í greininni.

 

Blikksmiðjur bregðast við tilmælum Landlæknis

Blikkrás ehf á Akureyri hefur brugðist vel við tilmælum yfirvalda og sett saman verklagsreglur fyrir starfsmenn sína vegna Covid 19.

Fjölmargir félagsmenn hafa virkjað viðbragðsáætlanir og verklagsreglur  fyrir fyrirtæki sín og á Facebook-síðu SI má sjá upptöku frá kynningu á viðbragðsáætlunum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins.

* Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála, og Adriana Pétursdóttir leiðtogi starfsmannaþjónustu, Rio Tinto
* Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri, MS
* Kristján Theódórsson, framkvæmdarstjóri, Myllan
* Ómar Snævar Friðriksson, verkefnastjóri, Þúsund fjalir ehf.

Ragnar Árnason frá vinnumarkaðssviði SA svaraði einnig fyrirspurnum sem bárust frá félagsmönnum.

 

Hér má sjá verklagsreglur Blikkrásar

Nýsveinahátíð IMFR 2020

Á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í Ráðhúsinu hlutu 23 nýsveina viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Þeirra á meðal var Einar Atli Hallgrímsson sem hafði áður hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi.

Einar starfar hjá Blikkaranum ehf og Hallgrímur Atlason var meistarinn hans á námstímanum.