Fréttir

Aðalfundur og árshátíð Félags blikksmiðjueigenda, FBE, fór fram á Akureyri helgina 24.-26. september.

Aðalfundur FBE fór fram á Hótel Kea og sá Oddur Helgi Halldórsson, framkvæmdastjóri Blikkrás, á Akureyri um fundarstjórn. Sævar Jónsson, formaður FBE, fór með skýrslu stjórnar og greindi frá starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Á fundinum var meðal annar rætt um áherslur félagsins í menntamálum og stöðu greinarinnar þegar kemur að nýliðun.

Á fundinum kynnti Þröstur Hafsteinsson, formaður uppstillingarnefndar, tillögur nefndarinnar að nýrri stjórn sem voru samþykktar en í framboði voru Sævar Kristjánsson frá Hagblikk, Sigurrós Erlendsdóttir frá Ísloft og Jónas Freyr Sigurbjörnsson frá Blikk- og tækniþjónustunni.

Í nýrri stjórn FBE sem kosin var á aðalfundinum sitja Sævar Jónsson, formaður, Blikksmiðja Guðmundar, Ágúst Páll Sumarliðason, Blikksmiðurinn, Hallgrímur Atlason, Blikkarinn, Stefán Lúðvíksson, Eyjablikk, Sævar Kristjánsson, Hagblikk, Sigurrós Erlendsdóttir, Ísloft, og Jónas Freyr Sigurbjörnsson, Blikk- og tækniþjónustan.  

20210924_182423

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel Kea, fremstur á myndinni er Sævar Jónsson, formaður FBE.

20210924_182341

Oddur Helgi Halldórsson var fundarstjóri.

Félagsmenn FBE ásamt mökum fóru um helgina í ferð um Eyjafjarðarsveit og var m.a. farið á Smámunasafnið og Flugsafn Íslands á Akureyri. Blikk- og tækniþjónustan sem var gestgjafi að þessu sinni bauð  félagsmönnum í skemmtilega heimsókn til sín í smiðjuna þar sem Hvanndalsbræður tóku lagið fyrir gesti.

20210925_145524

20210925_145703

Í heimsókn í Blikk- og tækniþjónustunni spiluðu Hvanndalsbræður fyrir gesti. 

 

20210925_111004

Forstöðumaður Smámunasafnsins sagði gestum frá safninu.

Á árshátíð félagsins voru þrír félagsmenn heiðraðir með gullmerki félagsins fyrir ötult starf í þágu þess. Félagsmennirnir sem voru heiðraðir eru Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík, Bjargmundur Björgvinsson, Glófaxi og Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars. 

 

20210925_195403

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda.

20210925_203645

Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík, Bjargmundur Björgvinsson, Glófaxi og Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars, hlutu heiðursviðurkenningar FBE. Með þeim á myndinni er formaður FBE.

Aðalfundur Félags blikksmiðjueigenda verður haldinn fimmtudaginn 10. desember kl. 17.30, sem að þessu sinni fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Áhugasamir félagsmenn eru beðnir um að skrá sig á þessum hlekk: https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/1742

 

Þeir sem skrá sig fá síðan sendan hlekk á fjarfundinn.

Dagskrá aðalfundarins er samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins:

1.       Skýrsla formanns um félagsstarfið á liðnu starfsári.

2.       Gjaldkeri leggur fram til afgreiðslu reikninga félagsins fyrir liðið ár ásamt fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Hann skal ennfremur leggja fram tillögur stjórnar um árgjöld.

3.       Tillögur uppstillinganefndar.

4.       Kosning stjórnar.

5.       Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þær stjórnir og ráð sem félagið á rétt á að tilnefna til.

6.       Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

7.       Lagabreytingar.

8.       Önnur mál.

Fyrir liggja breytingartillögur á lögum Félags blikksmiðjueigenda. Breytingatillögurnar ná til eftirfarandi greina:

3. gr. núverandi laga:

Inngöngu í félagið getur hver sá fengið, sem sendir skriflega inntökubeiðni til félagsstjórnar og uppfyllir eftirtalin skilyrði:

A. Löglega reknar blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi

blikksmíðameistarar.

B. Starfandi einstaklingar í aðildarfyrirtæki (skv. lið A), sem jafnframt eru eigendur.

Annars vegar er um að ræða blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir eða sjálfstætt

starfandi blikksmíðameistara (A) og hins vegar faghóp blikksmiðjueigenda.

Ekki eru takmörk fyrir fjölda félaga með einstaklingsaðild frá hverri smiðju (B)

enda uppfylli þeir ofangreind inngönguskilyrði. Á félagsfundum skal liggja fyrir

hver fer með umboð viðkomandi blikksmiðju (A), sbr. 14. grein.

Eftir breytingatillögu hljóðar 3. gr. á þennan máta:

Inngöngu í félagið getur hver sá fengið, sem sendir skriflega inntökubeiðni til félagsstjórnar og uppfyllir eftirtalin skilyrði:

A.      Löglega reknar blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar.

B.      Starfandi einstaklingar í aðildarfyrirtæki (skv. lið A), sem jafnframt eru eigendur.

C.      Blikksmíðameistarar sem hætt hafa störfum en vilja sækja viðburði félagsins. Þessi aðilar hafa ekki atkvæðisrétt hvorki á aðalfundi né félagsfundum, en hafa málfrelsi á fundum

Þegar talað er um löggilda félagsmenn þá er annars vegar er um að ræða blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir eða sjálfstætt starfandi blikksmíðameistara (A) og hins vegar faghóp blikksmiðjueigenda. Ekki eru takmörk fyrir fjölda félaga með einstaklingsaðild frá hverri smiðju (B) enda uppfylli þeir ofangreind inngönguskilyrði. Á félagsfundum skal liggja fyrir hver fer með umboð viðkomandi blikksmiðju (A), sbr. 14. grein.

4. gr. núverandi laga:

Heimilt er fyrirtæki/einstaklingi að segja sig úr félaginu frá og með áramótum, með minnst sex mánaða fyrirvara. Úrsögn skal vera skrifleg og lögð fyrir stjórnarfund, sem afgreiðir hana og tilkynnir viðkomandi skriflega um niðurstöðu enda sé hann skuldlaus við samtökin. Þó má ekki segja sig úr félaginu né fara úr því meðan vinnudeila eða vinnustöðvun stendur yfir, sbr.11. grein laga SA.

Eftir breytingatillögu hljóðar 4. gr. á þennan máta:

Úrsagnir úr félaginu skulu vera skriflegar og berast skrifstofu SI. Úrsögn tekur gildi 6 mánuðum síðar. Enginn getur þó sagt sig úr félaginu meðan á vinnudeilu eða verkbanni stendur sem snertir hlutaðeigandi aðildarfélag eða fyrirtæki. Úrsögn leysir félagsaðila ekki undan greiðslu áfallinna félagsgjalda.

12. gr. núverandi laga:

Árgjald er ákveðið með tvennum hætti samanber 3. grein.

A. Hvert aðildarfyrirtæki greiðir árgjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Gjaldið taki mið af iðnaðarveltu viðkomandi aðildarfyrirtækis og ákveður aðalfundur það hundraðshlutfall sem gildir fyrir starfsárið svo og hámarks- og lágmarksgjald enda sé þá búið að afgreiða reikninga fyrir liðið starfsár og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.

B. Árgjald einstaklinga skal miðast við að það standi straum af öllum kostnaði viðkomandi félaga og maka hans vegna fagnaðar aðalfundarkvöld. Þessi kostnaður skal koma fram í fjárhagsáætlun viðkomandi árs.

Ný aðildarfyrirtæki greiða árgjald frá og með þeim ársfjórðungi sem er að líða þegar þau eru tekin í félagið. Fyrirtæki eða einstaklingur, sem segja sig úr félaginu greiða árgjöld til þeirra áramóta þegar þau (þeir) ganga úr félaginu. Hætti fyrirtæki starfsemi á árinu greiðir það árgjöld til loka þess ársfjórðungs, þegar félagsstjórninni er tilkynnt að fyrirtækið sé hætt störfum. Þegar brottvikning á sér stað skal greiða árgjald til loka þess ársfjórðungs þegar hún tók gildi.

Nú greiðir fyrirtæki eða einstaklingur ekki árgjald sitt til félagsins innan loka þess mánaðar, þegar þess er krafist og skal þá greiða dráttarvexti eins og þeir eru á hverjum tíma og reiknast sá mánuður, sem komið er fram í, sem ein heild.

Félagsstjórn getur, ef allir stjórnarmenn eru því samþykkir, strikað út þau fyrirtæki eða einstaklinga sem skulda félagsgjald fyrir eitt ár, enda hafi þeir áður verið krafðir með ábyrgðarbréfi um greiðslu með a.m.k. hálfs mánaðar fyrirvara.

Stjórn félagsins getur innheimt árgjöld með málssókn.

Eftir breytingatillögu hljóðar 12. gr. á þennan máta:

Árgjald er ákveðið með tvennum hætti. Í fyrsta lagi greiðir hvert aðildarfyrirtæki árgjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Gjaldið tekur mið af iðnaðarveltu viðkomandi aðildarfyrirtækis og ákveður aðalfundur það hundraðshlutfall sem gildir fyrir starfsárið svo og hámarks- og lágmarksgjald enda sé þá búið að afgreiða reikninga fyrir liðið starfsár og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár (A). Í öðru lagi greiðir hver einstaklingur árgjald sem skal miðast við að það standi straum af öllum kostnaði viðkomandi félaga og maka hans vegna fagnaðar aðalfundarkvölds (B og C). Þessi kostnaður skal koma fram í fjárhagsáætlun viðkomandi árs.

Ný aðildarfyrirtæki greiða árgjald frá og með þeim ársfjórðungi sem er að líða þegar þau eru tekin í félagið. Fyrirtæki eða einstaklingur, sem segja sig úr félaginu greiða álögð gjöld á uppsagnartíma sem er sex mánuðir.  Hætti fyrirtæki starfsemi á árinu greiðir það árgjöld til loka þess ársfjórðungs, þegar félagsstjórninni er tilkynnt að fyrirtækið sé hætt störfum. Þegar brottvikning á sér stað skal greiða árgjald til loka þess ársfjórðungs þegar hún tók gildi.

13. gr. núverandi laga:

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum félagsmálum, innan þeirra takmarka er lög þessi ákveða.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í maí mánuði ár hvert og skal boða til hans með minnst þriggja vikna fyrirvara með bréfi, tölvupósti, auglýsingum í blöðum eða á annan sannanlegan og tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar skal vera þannig:

1. Skýrsla formanns um félagsstarfið á liðnu starfsári.

2. Gjaldkeri leggur fram til afgreiðslu reikninga félagsins fyrir liðið ár ásamt

fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Hann skal ennfremur leggja fram tillögur stjórnar

um árgjöld.

3. Tillögur uppstillinganefndar

4. Kosning stjórnar

5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þær stjórnir og ráð sem félagið á rétt á að

tilnefna til.

6. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

7. Lagabreytingar

8. Önnur mál.

Eftir breytingatillögu hljóðar 13. gr. á þennan máta:

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum félagsmálum, innan þeirra takmarka er lög þessi ákveða.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í maímánuði ár hvert, nema sérstakar aðstæður skapist, svo sem faraldur, náttúruhamfarir og/eða einhverra annarra hamfara, og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með bréfi, tölvupósti, auglýsingum í blöðum eða á annan sannanlegan og tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar skal vera þannig:

1. Skýrsla formanns um félagsstarfið á liðnu starfsári.

2. Gjaldkeri leggur fram til afgreiðslu reikninga félagsins fyrir liðið ár ásamt

fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Hann skal ennfremur leggja fram tillögur stjórnar

um árgjöld.

3. Tillögur uppstillinganefndar

4. Kosning stjórnar

5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þær stjórnir og ráð sem félagið á rétt á að

tilnefna til.

6. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

7. Kosning uppstillinganefndar

8. Lagabreytingar

9. Önnur mál.

Fréttir af öðrum vefjum

Mikill áhugi var á fundi SI og Mannvirkis um móttöku byggingarúrgangs sem fram fór í Húsi atvinnulífsins og í beinu streymi.

Síðasti sjónvarpsþátturinn af fjórum um græna framtíð var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi. 

Aðalfundur Félags rafverktaka á Suðurlandi fór fram á Hótel Selfossi. 

Rætt er við Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI, í Fréttablaðinu um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. 

Beint streymi verður frá fundi SI og Mannvirkis kl. 9.30 til 11.00.

Hvað er blikksmiður?

Hvað er blikksmiður?

Kynntu þér meginstarfsþætti blikksmiða ásamt helstu hæfnis- og þekkingarkröfum til sveinsprófs.
Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 09 - 17 alla virka daga

Markmið félagsins:

•   Efla samvinnu meðal félagsmanna, m.a. með því að sameina allar blikksmiðjur og blikksmíðadeildir landsins til þátttöku í félaginu.
•   Gæta hagsmuna blikksmíðafyrirtækja gagnvart öllum þeim sem greinin þarf að skipta við og vera sameiginlegur málsvari útávið.
•   Veita aðildarfyrirtækjum sem víðtækasta þjónustu í rekstrarlegum og tæknilegum efnum og stuðla að því að greinin verði samkeppnisfær á hverjum tíma umn verkefni og vinnuafl.
•   Vinna að því að menntun og hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma.

Stofnað 6. júlí 1937

Allt frá stofnfundi Félags blikksmiðjueigenda, þann 6. júlí 1937, hefur félagið unnið hörðum höndum að hagsmunamálum starfsgreinarinnar.

Félagsmenn

Í félaginu eru blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar. 

Nám í blikksmíði

Mikið starf á sviði grunn- og endurmenntunar á síðustu misserum skilar greininni nú góðum árangri með meiri hæfni starfsmanna.