591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Eldri fréttir

Vel sóttur fundur Félags blikksmiðjueigenda

Vel sóttur fundur Félags blikksmiðjueigenda

Félag blikksmiðjueigenda hélt vel sóttan jólafund fimmtudaginn 12. desember. Dagskráin var á léttu nótunum, Stefán Þ. Lúðvíksson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, bauð gesti velkomna og fór yfir helstu málefni stjórnar þetta haustið. Boðið var uppá villibráðarveislu í kjölfarið og svo var maður manns gaman fram eftir kvöldi. 

Processed-BF6B30DC-D2D4-4C11-B538-8FF91477F76C

Processed-C820EA9D-BBB4-4DBE-9040-5169DB208EF9

Ný stjórn Félags blikksmiðjueigenda

Félag blikksmiðjueigenda hélt aðalfund og árshátíð félagsins dagana 3.-5. maí sl. á Selfossi. Kosin var nýr formaður félagsins, Stefán Þ. Lúðvíksson, en fyrrum formaður Sævar Jónsson hafði sinnt embættinu í 12 ár. Einnig voru kosnir tveir nýir stjórnarmenn en það eru þeir Gauti Fannar Gestsson og Sveinn Finnur Helgason. Aðrir í stjórn eru Hallgrímur Atlason, Sigurrós Erlendsdóttir og Jónas Freyr Sigurbjörnsson.

Á árshátíðarkvöldi félagsins voru þremur aðilum úr félaginu veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Karl Hákoni Karlsson og Sigurrós Erlendsdóttir fyrir öflugt starf í tengslum við menntamál blikksmiða og Ágústi Páli Sumarliðasyni fyrir meira en 10 ára stjórnarstörf. 

Norrænir blikksmiðjueigendur funda á Íslandi

Norrænn fundur Nordisk blikkenslagermesterforbund var haldinn á Íslandi dagana 31. ágúst til 2. september. Hópurinn samanstendur af systursamtökum Félags blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum.

Þátttakendur á fundinum voru Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda og Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvikjasviði SI frá Íslandi, Nicolai Siegumfeldt og Søren Schmith á vegum Tekniq Arbejdgiverne frá Danmörku, Ane Dyrnes og Jan Henrik Nygård á vegum Ventilasjons- og Blikkenslagerbedriftenes Landsforbund frá Noregi og Johan Lindstrøm og Jörgen Rasmusson á vegum Plåt og Ventföretagen frá Svíþjóð. 

Á fundinum var farið yfir almenna stöðu á mörkuðum, hagsmunamál og verkefni félaganna og undirfélaga ásamt því að lögð voru drög að nýjum sameiginlegum verkefnum. Þá var Jan Henrik Nygård kosinn nýr forseti samtakanna en Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda hefur gegnt því hlutverki undanfarið ár. 

Fundurinn var haldinn á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins.

Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda og Jan Henrik Nygård sem kosinn var nýr forseti samtakanna. 

Kvöldverður norrænu fulltrúanna.