Ný stjórn Félags blikksmiðjueigenda

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags blikksmiðjueigenda sem fór fram í Húsi atvinnulífsins 27. apríl síðastliðinn. Í nýrri stjórn eru Sævar Jónsson formaður, Ágúst Páll Sumarliðason, Hallgrímur Atlason, Stefán Þ. Lúðvíksson, Sigurrós Erlendsdóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson og Jóhann Helgason. 

Að aðalfundarstörfum loknum var nýjum félagsmönnum gefið barmmerki og Sævar Kristjánsson fráfarandi stjórnarmanni var veitt gullmerki félagsins og blóm fyrir vel unnin störf í þágu þess. 

Mynd2_1683105893929

Aðalfundur Félags blikksmiðjueigenda var vel sóttur.

Mynd3_1683105910248

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, afhendir Sverri Jóhanni Jóhannssyni barmmerki.

Mynd4_1683105927796

Gauti Fannar Gestsson fær barmmerki.

Mynd5_1683105947237

Ágúst Friðriksson fær barmmerki.

Mynd6_1683105981421

Sævari Kristjánssyni fráfarandi stjórnarmanni voru þökkuð störf í þágu félagsins.