Framfarasjóður SI úthlutar styrk til FBE

Framfarasjóður SI úthlutar styrk til FBE

 

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

 

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt Félag blikksmiðjueigenda 5 milljóna króna styrk til þess að gera þarfagreiningar á námi í blikksmíði og tillögur að breytingum á námskrá greinarinnar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg sem styður við og þróar framfaramál tengd iðnaði. Sjóðnum bárust níu umsóknir að þessu sinni og var þremur veitt styrk. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efli menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrki framþróun í iðnaði og að þau myndu leiða til framleiðniaukningar. Menntamál hafa ávallt verið áherslumá hjá Félagi blikksmiðaeigenda, þannig að hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma. Ljóst er að fjármunum verður vel varið til að bæta nám og efla starfsgreinina í heild.

Frá afhendingu styrkjanna í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins, Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá SI, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.