Sveinspróf blikksmíða nema í Borgarholtsskóla

  

Þessa dagana standa yfir sveinspróf hjá blikksmíða nemum í Borgarholtsskóla. Að þessu sinni eru það sex nemar sem þreyja próf, fjórir nemar af höfuðborgarsvæðinu, einn frá Ísafirði og einn frá Akureyri.

Það er alltaf mikið ánægjuefni fyrir okkur þegar nýir blikksmiðir útskrifast.

Megi þessum nemum ganga vel og vonandi eiga þeir bjarta framtíð í greininni.