Meginstarfsþættir blikksmiða ásamt helstu hæfnis- og þekkingarkröfum til sveinsprófs
Verksvið blikksmiða
- Smíði og uppsetning hluta úr tin- og zinkhúðuðu járni, heit- og kaldvölsuðu járni og stáli í plötum og prófílum, 0,1 mm til 3 mm að þykkt.
- Smíði og uppsetning hluta úr zinki, áli, eir og eirblöndum í plötum og prófílum, 0,1 mm til 3 mm að þykkt.
- Smíði og uppsetning hluta úr ryðfríu stáli í plötum og prófílum, 0,1 mm til 3 mm að þykkt.
- Smíði og uppsetning á málm- og plastklæðningum á þök og veggi húsa, utan og innan, og endurnýjun þeirra.
- Smíði og uppsetning lofthita- og loftræstikerfa og viðhald þeirra.
- Smíði og uppsetning áðurnefndra hluta og kerfa (liðir 1-5) úr plasti og öðrum gerviefnum.
- Uppsetning á stjórntækjum fyrir lofthita- og loftræstikerfi, tenging þeirra, samstilling, viðhald og þjónusta.
- Mjúk- og harðlóðningar, logsuða, logskurður, punktsuða, rafsuða, hlífðargassuða og plastsuða, ýmisskonar húðun málma m.a. zinkhúðun.
- Almenn smíða- og handverksþekking.
PRÓFTAKAR SKULU GETA BEITT:
Öllum venjulegum suðuaðferðum þ.e. rafsuðu, logsuðu, hlífðargassuðu, punktsuðu, mjúk- og harðlóðningum við nýsmíði og viðgerðir í þeirri röð að sem minnst þensla verði í efninu.
PRÓFTAKAR SKULU KUNNA:
- Að nota og þekka eiginleika allra algengra blikksmíðavéla og verkfæra, svo sem beygjuvéla, hnífa, valsa, lásavéla, beitingavéla og pressa svo og hjálparbúnaðar sem þeim fylgja. Einnig hvers konar suðu og málmskurðartækja ásamt hjálparbúnaði.
- Að beita framangreindum vélum, tækjum og búnaði til smíða úr málmplötum 0,1-3 mm þykkum s.s. við smíði stokka, stokkabeygja, trekta, röra, rörabeygja, þakklæðninga og annarra þunnplötuklæðninga til húsbygginga.
- Að stilla, hirða um og halda við framangreindum vélum og tækjum.
- Helstu hlífðargassuðuaðferðir (MIG MAG og TIG), sem viðhafðar eru í blikksmíði, þekkja þau tæki sem notuð eru við hlífðargassuðu í blikksmíði og fylgihluti þeirra.
- Meðferð þeirra tækja sem notuð eru við hlífðargassuðu í blikksmíði og fylgihluta þeirra.
PRÓFTAKAR SKULU ÞEKKJA:
- Skurðareiginleika efna og skurðaraðferðir sem fyrir koma, hvort heldur er við nýsmíði eða viðgerðir.
- Varnir við bruna-, sprengi- og eitrunarhættum sem samfara eru suðu og lóðningum.
- Próftakar skulu geta framkvæmt:
- Alla uppsetningarvinnu við loftræstikerfi og stjórnkerfi þeirra.
- Alla einangrunarvinnu við loftræstikerfi svo sem hita-, hljóð- og brunaeinangrun.
- Smíði og ásetningu hverskyns þunnplötuklæðninga á þök og veggi.
- Alla frágangsvinnu við þak- og veggklæðningar, svo sem smíði og uppsetningu þakkanta, flasninga, þakrenna, niðurfalla o.m.fl.
Efna- og efnisfræðiþekking
EFNAFRÆÐI: Próftakar skulu hafa þá þekkingu á þeim efnum sem þeir vinna með og við að þeir geti á hverjum tíma gert sér grein fyrir hvenær aðgæslu er þörf og hvenær gera þarf nauðsynlegar varúðarráðstafanir, bæði vegna slysahættu og vegna mengunar.
EFNISFRÆÐI: Í EFNISFRÆÐI SKULU PRÓFTAKAR:
- Þekkja skilgreiningu og uppbyggingu efnisstaðla fyrir málma.
- Kunna helstu atriði varðandi tæringarhættur og tæringarvarnir.
- Þekkja helstu plasttegundir hverja frá annarri.
- Geta gert grein fyrir efniseiginleikum, framleiðsluheitum, mótunaraðferðum, samsetningaraðferðum, styrk, mýkt, hitaþolni og hitaþenslu helstu plastefna.
- Þekkja heiti og notkunarsvið kíttis-, lím- og málningarefna sem notuð eru í blikksmíði.
- Kunna skil á helstu málmblöndum sem notaðar eru í blikksmíði.
- Kunna skil á hjálparefnum sem notuð eru við suður.
- Kunna skil á vali efnis í ýmsa blikksmíðahluti, s.s. loftstokka, þak- og veggklæðningar, matvælabúnað o.fl.
- Stærðfræði og iðnreikningsþekking
Við flókna tæknilega útreikninga er hér gengið út frá því að eingöngu séu notaðar fyrirfram gefnar forsendur og viðurkenndar einfaldaðar formúlur. Hér eiga ekki við fræðilegir sönnunarútreikningar sem byggja á æðri stærðfræði.
Mælitækniþekking
Próftakar skulu kunna að nota öll mæli- og hjálpartæki við mælingar og prófanir svo og allar helstu mæli- og prófunaraðferðir sem krafist er við blikksmíði. Þeir skulu kunna skil á þeim skekkjuvöldum sem koma fyrir við mælingarnar og geta metið áhrif þeirra á niðurstöður mælinga.
UM ER AÐ RÆÐA:
Málbönd, gráðuboga, hallamæli, rennimál, smæðarmæli (míkrómeter).
Fjarlægðar-, hæðar- og hallamælingar út frá gefnum punkti vegna smíða og/eða uppsetningar í láréttum sem og hallandi fleti.
Lofthraða-, loftþrýsti-, raka- og hitamæla.
PRÓFTAKAR SKULU KUNNA AÐ REIKNA EFTIRFARANDI:
- Flatarmál, rúmmál, ummál, strýtur (keilur), efnismagn, efniskostnað og framleiðslukostnað.
- Magn og straumhraða lofts í loftstokkum.
- Umbreytingu afls og snúningshraða í reimdrifum.
- Átaksþol festi- og lyftibúnaðar með hliðsjón af gildandi öryggisstuðlum vegna hífinga, flutninga og vinnslu þungra hluta.
Bókleg fagþekking
SEM DÆMI UM ALMENNA BÓKLEGA FAGÞEKKINGU SKAL HÉR NEFNA:
- Innsýn í aðra þætti málm- og rafiðnaðar, s.s. rennismíði, vélsmíði, stálsmíði, farartækjagreinar, pípulagnir og rafiðngreiðar (líkt og kennt er í grunndeildum iðnfræðsluskóla).
- Notkun ISO staðla fyrir merkingar og tákn á teikningum, málvik, áferðar- og vinnslumerkingar o.þ.h.
- Teikningalestur, þar með talið að kunna merkingar og tákn fyrir tæki, stjórn- og rafbúnað loftræstikerfa, ásamt lestri verk- og framleiðsluleiðbeininga á einu Norðurlandamáli og ensku.
- Geta tekið út þátt úr samsettri teikningu og gert vinnuteikningar, verklýsingu og verkáætlun.
- Geta notað faglegar og fræðilegar handbækur á erlendu máli við störf sín.
- Þekkja félagslega uppbyggingu atvinnugreinarinnar og tengingu hennar við annað atvinnulíf í þjóðhagslegu samhengi.
- Þekkja grundvöll ákvæðisvinnu- og launaútreikninga.
- Þekkja notkun og gerð fyrirbyggjandi viðhaldskerfa.
- Þekkja gerð og tilgang verkáætlana með hliðsjón af vinnsluröð, vinnuöryggi og umhverfissjónarmiðum.
- Þekkja gildi þjónustuvitunar og jákvæðra samskipta við samstarfsmenn og viðskiptavini.
- Þekkja ákvæði reglugerða um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, um húsnæði vinnustaða og um vinnupalla.
- Þekkja almennt til vinnuverndar og hollustuhátta og meðferðar hættulegra efna, atvinnusjúkdóma og helstu orsakir vinnuslysa.
- Þekkja til réttrar líkamsbeitingar við störf sín.
PRÓFTAKAR SKULU GETA GERT GREIN FYRIR:
- Tilgangi loftræstingar
- Tækjum sem notuð eru til loftræstingar, eiginleikum þeirra og uppbyggingu.
- Hljóðburði um stokkakerfi, eftir stokkveggjum og gegnum veggi og glufur.
- Helstu aðferðum til að hindra útbreiðslu hljóðs frá og eftir loftræstikerfum.
- Áhrifum stærðar og formbreytinga stokka á loftmótstöðu og afkastagetu loftræstikerfa.
- Íslenskum og erlendum reglum sem gilda um þéttleika stokka, upphengi þeirra, brunamótstöðu o.fl.
- Stjórnbúnaði loftræstikerfa, hvernig hann virkar, gerð hans og helstu eiginleikum.
- Hvernig staðið er að mælingum og stillingum loftræstikerfa.
- Hvaða hlutar loftræstikerfa þurfa kerfisbundið viðhald og endurnýjun.
Hvernig staðið er að viðhaldi og bilanaleit í loftræstikerfi. - Helstu ákvæðum byggingareglugerðar, reglugerðar um brunavarnir og brunamál og reglugerða vinnueftirlits sem varða blikksmiði.
PRÓFTAKAR SKULU KUNNA:
- Að teikna útflatninga af köntuðum, sívölum og flatsívölum beygjum, trektum og tengistykkjum milli mismunandi þversniðsforma.
- Að teikna vinnuteikningar af loftstokkakerfum eftir teikningum hönnuða.
- Að teikna vinnuteikningar af þunnplötuklæðningum húsa eftir teikningum hönnuða.
- Að staðsetja einangrun og rakavarnarlög í þökum, útveggjum og loftstokkum með hliðsjón af hita og rakastreymi um einangrun og útloftun raka.
- Að ákveða stærðir og gerðir loftunaropa fyrir hverskonar þak- og vegggerðir.
- Að ákveða stærðir og gerðir þakrenna og þakniðurfalla.
- Að gera ráð fyrir þenslu málmklæðninga með tilliti til frágangs og festinga.
- Skil á þeim reglugerðum, íslenskum og norrænum, sem varða blikksmíði, loftræstingar og málmplötuklæðningar húsa.
- Skil á einangrun, staðsetningu rakavarnarlaga, þenslu málmklæðninga og gerð festinga.
PRÓFTAKAR SKULU ÞEKKJA:
- Þær vélar sem notaðar eru við blikksmíðar, heiti þeirra og öryggisbúnað, geta gert grein fyrir notkunarsviði þeirra, stillingu og viðhaldi.
- Þau tölvuforrit sem notuð eru við smíðar og gerð útflatninga í blikksmíði.