591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Framfarasjóður SI úthlutar styrk til FBE

Framfarasjóður SI úthlutar styrk til FBE

 

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

 

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt Félag blikksmiðjueigenda 5 milljóna króna styrk til þess að gera þarfagreiningar á námi í blikksmíði og tillögur að breytingum á námskrá greinarinnar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg sem styður við og þróar framfaramál tengd iðnaði. Sjóðnum bárust níu umsóknir að þessu sinni og var þremur veitt styrk. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efli menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrki framþróun í iðnaði og að þau myndu leiða til framleiðniaukningar. Menntamál hafa ávallt verið áherslumá hjá Félagi blikksmiðaeigenda, þannig að hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma. Ljóst er að fjármunum verður vel varið til að bæta nám og efla starfsgreinina í heild.

Frá afhendingu styrkjanna í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins, Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá SI, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

 

 

Jólablikk

Jólablikk

 

Vel sóttur jólafundur Félags blikksmiðjueigenda. Jólafundur Félags blikksmiðjueigenda, FBE, fór fram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 1. desember en fundurinn var einnig kynningarfundur fyrir blikksmiðjueigendur sem áhuga hafa á starfsemi félagsins.

Aðalfundur og árshátíð félagsins á Akureyri

Aðalfundur og árshátíð Félags blikksmiðjueigenda, FBE, fór fram á Akureyri helgina 24.-26. september.

Aðalfundur FBE fór fram á Hótel Kea og sá Oddur Helgi Halldórsson, framkvæmdastjóri Blikkrás, á Akureyri um fundarstjórn. Sævar Jónsson, formaður FBE, fór með skýrslu stjórnar og greindi frá starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Á fundinum var meðal annar rætt um áherslur félagsins í menntamálum og stöðu greinarinnar þegar kemur að nýliðun.

Á fundinum kynnti Þröstur Hafsteinsson, formaður uppstillingarnefndar, tillögur nefndarinnar að nýrri stjórn sem voru samþykktar en í framboði voru Sævar Kristjánsson frá Hagblikk, Sigurrós Erlendsdóttir frá Ísloft og Jónas Freyr Sigurbjörnsson frá Blikk- og tækniþjónustunni.

Í nýrri stjórn FBE sem kosin var á aðalfundinum sitja Sævar Jónsson, formaður, Blikksmiðja Guðmundar, Ágúst Páll Sumarliðason, Blikksmiðurinn, Hallgrímur Atlason, Blikkarinn, Stefán Lúðvíksson, Eyjablikk, Sævar Kristjánsson, Hagblikk, Sigurrós Erlendsdóttir, Ísloft, og Jónas Freyr Sigurbjörnsson, Blikk- og tækniþjónustan.  

20210924_182423

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel Kea, fremstur á myndinni er Sævar Jónsson, formaður FBE.

20210924_182341

Oddur Helgi Halldórsson var fundarstjóri.

Félagsmenn FBE ásamt mökum fóru um helgina í ferð um Eyjafjarðarsveit og var m.a. farið á Smámunasafnið og Flugsafn Íslands á Akureyri. Blikk- og tækniþjónustan sem var gestgjafi að þessu sinni bauð  félagsmönnum í skemmtilega heimsókn til sín í smiðjuna þar sem Hvanndalsbræður tóku lagið fyrir gesti.

20210925_145524

20210925_145703

Í heimsókn í Blikk- og tækniþjónustunni spiluðu Hvanndalsbræður fyrir gesti. 

 

20210925_111004

Forstöðumaður Smámunasafnsins sagði gestum frá safninu.

Á árshátíð félagsins voru þrír félagsmenn heiðraðir með gullmerki félagsins fyrir ötult starf í þágu þess. Félagsmennirnir sem voru heiðraðir eru Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík, Bjargmundur Björgvinsson, Glófaxi og Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars. 

 

20210925_195403

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda.

20210925_203645

Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík, Bjargmundur Björgvinsson, Glófaxi og Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars, hlutu heiðursviðurkenningar FBE. Með þeim á myndinni er formaður FBE.