Félag blikksmiðjueigenda

Í félaginu eru blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar. Ennfremur eiga blikksmíðameistarar, sem eru eigendur blikksmiðju aðild að félaginu – svokölluð einstaklingsaðild.

Markmið félagsins eru að:
Efla samvinnu meðal félagsmanna, m.a. með því að sameina allar blikksmiðjur og blikksmíðadeildir landsins til þátttöku í félaginu gæta hagsmuna blikksmíðafyrirtækja gagnvart öllum þeim sem greinin þarf að skipta við og vera sameiginlegur málsvari útávið.

Veita aðildarfyrirtækjum sem víðtækasta þjónustu í rekstrarlegum og tæknilegum efnum og stuðla að því að greinin verði samkeppnisfær á hverjum tíma umn verkefni og vinnuafl.

Vinna að því að menntun og hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma.

Árgjald er með þessum hætti:
Til FBE (samkv. ákvörðun aðalfundur 2003) 0,05% af iðnaðarveltu viðkomandi blikksmiðju. Einstaklingsgjald kr. 14.700. Lágmarksgjald kr. 8.000 á ári.

Til SI 0,07% af iðnaðarveltu fyrirtækisins (eftir að iðnaðarmálagjald hefur verið dregið frá). Lágmarksgjald kr. 10.000 á ári.

Til SA 0,21% af launagreiðslu síðasta árs. (ef launakostnaður er hærra hlutfall en 35,294% af veltu reiknast gjald af veltu í stað launa og er þá 0,074%). Lágmarksgjald kr. 8.000 á ári.

Árið 2002 ákvað stjórn SI að veita 25% afslátt af félagsgjaldi ársins 2002 auk þess sem skilvísir greiðendur gjaldsins til SI og SA fá 5% afslátt.